Matcha & kollagen trefja "búðingur"

  • 2 bollar vatn

  • 2 steinlausar döðlur

  • 1 tsk gæða Matcha duft (ég nota frá Moya)

  • 2 msk möndlusmjör

  • 1 msk feel Iceland Kollagen

Blanda mjög vel saman í góðum blandara eða með töfrasprota. Hellið blöndunni í box eða krukku sem hægt er að loka.  Bætið við

  • 1/4 bolli hörfræ

  • 1/4 bolli chiafræ

  • 1/4 bolli graskersfræ

  • 1/4 bolli hampfræ

Lokið og hristið vel.  Lofið " búðingnum að taka sig í um 30-60 mínútur í kæli.

  • 1 dós karamellu og peru grísk jógúrt frá arna

Setjið í glas/glös 1 -2 mak búðingur, 1-2 msk grísk jógúrt og endurtakið.

Toppa svo með nokkrum perubitum og ristuðum kókosflögum.

Geggjaður "búðingur" fullur af orku, trefjum og prótein sem stendur með þér lagt fram eftir degi.

Hægt að gera kvöldinu áður og njóta um morguninn

Previous
Previous

Prótein og trefjaríkur Mangó "grautur"

Next
Next

Súkkulaði prótein “búðingur” með heimatilbúinni “karamellu”