Próteinrík Tiramisu
Kaffi lag:
300 ml Grísk jógúrt með kaffi og súkkulaði bragði frá Arna
1 espresso bolli, kældur
1 bolli hafrar/haframjöl
1 msk hörfræ
1 msk Feel Iceland Kollagen duft
Hrærið þessu vel saman í skál
Vanillu lag:
100 ml. hrein Grísk jógúrt frá Arna
1 tsk vanilla
1-2 msk akasíuhunang
1 msk Feel Iceland Kollagen duft
Hrærið þessu vel saman í skál
Takið tvö glös og setjið smá granola í botninn á glösunum, næst setjið kaffi lagið, því næst vanillu lagið og toppið svo með smá kakódufti