Súkkulaði prótein “búðingur” með heimatilbúinni “karamellu”
Súkkulaði búðingur:
1,5 bolli laktósafri grisk jógúrt frá Arna
1 msk Feel Iceland kollagen duft
1 msk kakóduft
1,5 msk mulin hörfræ
1 msk akasíuhunang
Öllu hrært vel saman i skál, sett í tvö glös og toppað með karamellu, hampfræjum og trönuberjum
Karamella:
1 bolli döðlur, steinlausar
2 bollar af sjóðandi heitu vatni (til að leggja döðlurnar í bleyti)
1/4 bolli vatn sem döðlurnar hafa legið í
2 msk hnetusmjör
1/2 tsk vanilla
1/2 tsk salt
Hellið sjóðandi vatni yfir döðlurnar. Látið standa í 5-10 mínútur. Takið döðlurnar úr vatninu og geymið vatnið, þar sem við notum í karamelluna.
Setjið döðlur, vatn, hnetusmjör, vanillu og salt í háa skál og notið töfrasprota eða blandara til að blanda allt vel saman.
Ef ykkur finnst karamellan of þykk, þynnið með meira af vatninu sem döðlurnar lágu í þar til þið eruð komin með karamellu þykkt sem ykkur líkar við.
Geymið í loftþéttu íláti í ísskáp í allt að viku.