Grilluð papriku- & sætkartöflusúpa
2 msk ólífuolía
1 meðalstór laukur, skorinn í bita
2 stórar sætar kartöflur, skrældar og skornar í teninga
2 rauðar paprikur, kjarnhreinsaðar og skornar í bita
3 hvítlauksrif, afhýdd
4 bollar grænmetissoð
2 fernur (390 ml) maukaðir tómatar med oreganó og basil
1 ferna (330 ml) kókosmjólk
1-2 tsk reykt paprikukrydd
Safi úr 1/2 sítrónu
¼ tsk chilipipar, eða eftir smekk
Salt og pipar
Toppið með kókósmjólk, kókosflögum, svörtum pipar & ferskum kryddjurtum
Grillið grænmetið - laukinn, sætu kartöflurnar, papriku og hvítlauk með ólífuolíu, salti, pipar og chili í 180 gráðum heitum ofni í 25-35 mín eða þar til allt er orðið mjúkt og gullið.
Færðu grænmetið yfir í blandara. Bætið grænmetissoðinu og maukuðum tómötum út í og maukið.
Setjið í pott og bætið reyktri papriku, sítrónusafa og kókosmjólk út í. Látið suðuna koma upp og látið malla í 10-15 mínútur.
Smakkið til og bætið við meira salti, pipar og chili, eftir smekk.
.