Grilluð tómat- & basilíkusúpa

  • 2 msk ólífuolía

  • 6 tómatar

  • Handfylli kirsuberjatómatar

  • 1 rauðlaukur

  • 2 hvítlauksrif

  • Salt & pipar

  • 450 ml tómat passata (Tomatsafi)

  • Handfylli af ferskri basilíku

  • 2 msk tómatpúrra

  • 500 ml grænmetiskraftur

    Fersku tómatarnir og laukur skorið gróft og sett inn í ofn ásamt ólífuolíu, hvítlauki, salti og pipar og grillað á 180 gráðum í 25- 30 mín.

    Þegar grænmetið er tilbúið, kælið þá smá og setjið þá ásamt rest af hráefnunum í blandara og blandið þar til allt er orðið silkimjúkt.

    Hellið í pott og hitið upp.

    Toppið gjarnan súpuna með ferskri basilíku og jafnvel smá parmesan. Mér finnt svo geggjað að hafa ferskt súrdeigsbrauð og pestó með.

Previous
Previous

Unaðsleg sveppa- & timíansúpa

Next
Next

Grilluð papriku- & sætkartöflusúpa