Sterk kjúklinga & núðlusúpa með gulrótum & engifer

  • 2 msk. ólífuolía

  • góður bútur ferskt engifer, saxað mjög smátt

  • 2 stk. hvítlauksrif, pressuð

  • ½ rautt chili, smátt skorið

  • 100 g gulrætur, saxaðar í litla bita

  • 500 g kjúklingalundir, skornar í bita

  • 1 kjúklingakraftsteningur

  • 3 msk. sojasósa

  • 4 msk. fiskisósa

  • 2 msk. sesamolía

  • 2 lítrar vatn

  • 1 bolli brokkolí, skorið í lítil blóm

  • 300 g hrísgrjónanúðlur


    Hitið ólífuolíuna í potti og léttsteikið engifer og hvítlauk. Bætið chili, kjúklingi og gulrótum út í og steikið áfram í fáeinar mínútur. Blandið fiskisósu, sojasósu, sesamolíu og kjúklingakrafti út í, hellið vatninu yfir og látið malla í 15–20 mínútur. Bætið brokkolí og núðlum út í, látið malla áfram í 10 mínútur. Berið fram

Next
Next

Krydduð blómkáls & sellerírótar súpa með kasjúhnetum