Skötuselur í dásamlegum hunangs- & sinnepslegi
700 gr skötuselur
7 msk ólífuolía
1 msk kapers
1 sítróna - safi plús börkur
Salt og pipar
1/2 msk Fagur fiskur í sjó fiskikryddsblanda frá Kryddhúsinu
1/2 msk sinnep
1 msk hunang
Smá fersk steinselja
Skerið skötuselinn í hæfilega bita. Setjið bitana í eldfast mót. Hrærið allt saman í skál og hellið svo yfir skötuselinn og látið marinerast í nokkra klukkustundir inn í ísskáp.
Hitið ofninn í 200 gráður og setjið skötuselinn inn í ofninn og bakið í 17-20 mínútur. Fer eftir þykkt bitanna.