Frábært sumarlegt salat með grilluðum Argentískum rækjum 

  • 400-500 gr Argentískar rækjur í austurlenskri marineringu frá Hafinu 

  • 2 bollar ferskt grænt salat 

  • 1/4 púrrlaukur skorin í þunna hringi

  • 1/ box af Kóríander, saxað gróft

  • 1/ box af Myntu, söxuð gróft 

  • 1/2 agúrka skorin í litla bita

  • 1 avókadó skorin í litla bita

  • 2 msk sesamfræ

  • 3 msk granateplafræ 

  • 3 msk pistasíuhnetur eða kasjúhnetur, saxaðar

    Blandaðu saman á fallegan disk öllu nema rækjunum.

    Hitið pönnu með 1 msk af olíu og steikið rækjurnar í um 2-3 mín á hvorri hlið. Þú gætir þurft að gera þetta í tveim skömmtum, því það er ekki gott að hafa of mikið á pönnunni í einu.

    Kælið rækjurnar í smá tíma og setjið þær ofaná salatið og toppið með góðri sítrónuolíu, salti, pipar, sprettum/ spírum 

    Hrikalega gott og sumarlegt salat/ máltíð sem tengur enga stund að útbúa.

Previous
Previous

Thai Fiskikökur

Next
Next

Karríkryddaður skötuselur með mangó, gulrótum og kasjúhnetum