Karríkryddaður skötuselur með mangó, gulrótum og kasjúhnetum
800 gr skötuselur
3 msk ólífuolía
1/2 laukur
3 hvítlauksrif pressuð
2 tsk kummin,
2 tsk túrmerik
1 tsk karrý
2 msk garam masala
1 tsk kummin
pipar
salt
1 dós kókosmjólk ( 330ml)
4 rifnar gulrætur
1/2 rauð paprika
6-8 þurrkað mangó- klippt i ræmur
3 msk kasjuhnetur
2 msk kokosflögur
1/2 box Ferskt kóriander (10 gr)
Skerið skötuselinn í hæfilega litla bita.
Svissið laukinn í olíunni á stórri pönnu á miðlungshita þar til hann er orðinn mjúkur.
Bætið hvítlauk og kryddum út á og látið malla í mínútu.
Bætið kókosmjólkinni, gulrótunum, papriku, mangó út á. Lækkið hitann og látið malla í um 5 mínútur.
Setjið skötuselsbitana út í og látið malla í um 15 mínútur. Hrærið varlega af og til. Stráið kasjúhnetum, kókosflögum og kóríander yfir og berið fram þegar skötuselurinn er eldaður.
Frábær réttur og dásamlegt að bera fram með hrísgrjónum og detox salati