Karríkryddaður skötuselur með mangó, gulrótum og kasjúhnetum

  • 800 gr skötuselur

  • 3 msk ólífuolía

  • 1/2 laukur

  • 3 hvítlauksrif pressuð

  • 2 tsk kummin,

  • 2 tsk túrmerik

  • 1 tsk karrý

  • 2 msk garam masala

  • 1 tsk kummin

  • pipar

  • salt

  • 1 dós kókosmjólk ( 330ml)

  • 4 rifnar gulrætur

  • 1/2 rauð  paprika

  • 6-8 þurrkað mangó- klippt i ræmur

  • 3 msk kasjuhnetur

  • 2 msk kokosflögur

  • 1/2 box Ferskt kóriander (10 gr)

Skerið skötuselinn í hæfilega litla bita.

Svissið laukinn í olíunni á stórri pönnu á miðlungshita þar til hann er orðinn mjúkur.

Bætið hvítlauk og kryddum út á og látið malla í mínútu.

Bætið kókosmjólkinni, gulrótunum, papriku, mangó út á. Lækkið hitann og látið malla í um 5 mínútur.

Setjið skötuselsbitana út í og látið malla í um 15 mínútur. Hrærið varlega af og til. Stráið kasjúhnetum, kókosflögum og kóríander yfir og berið fram þegar skötuselurinn er eldaður.

Frábær réttur og dásamlegt að bera fram með hrísgrjónum og detox salati

Previous
Previous

Frábært sumarlegt salat með grilluðum Argentískum rækjum 

Next
Next

Skemmtilegur fiskréttur með grænmeti, döðlum og salthnetum