Thai Fiskikökur
500 g hvítur fiskur (ýsu hakk fra Hafinu )
2 hvítlauksrif, afhýtt og saxað smátt
1/2 msk rautt karry paste
Smá bútur, ferskt engifer, afhýtt og saxað smátt
1/2 msk kóriander fræ, söxuð gróft
1/2 búnt steinselja, söxuð smátt
1 msk tamari sósa
1/2 rauðlaukur, saxaður smátt
1/2 bolli ristaðar kasjúhnetur með chili, frá MUNA, saxaðar smátt
Rifinn börkur af límónu (safinn er svo notaður í sósuna)
1 rauður chili pipar, fræhreinsaður og saxaður gróft
Hálf rauð paprika, fræhreinsuð og söxuð gróft
0,5 tsk svartur pipar
1 tsk salt
Sesamsósa:
4 msk sítrónuolía
1 msk tamarisósa
1 msk sesamfræ
1 msk ristuð sesamolía
Safi úr 1/2-1 lime
1/4 tsk chili flögur
Forhitið ofninn í 190 gráður.
Hrærið allt fyrir fiskikökurnar saman vel í skál. Takið svo ísskeið eða 2 matskeiðar og búið til fiskikökur. Setjið á bökunnarpappírs klædda bökunnarplötu.
Bakið í um 20 mínútur.
Frábærar fiskikökur. Gott að bera fram með soðnum hrísgrjónum og sesamsósu.