Grísk langa
800 gr lönguhnakkar @hafid_fiskverslun, skornir í um 150 gr. bita
1 sítróna, skorin í grófa bita
5 hvítlauksrif, skorin í tvennt
Nokkrar matskeiðar gæða ólífur (alveg gott að hafa þær steinlausar)
4 tómatar, gróft skornir
1/2 rauðlaukur, skorin gróft
1 box steinselja, gróft söxuð (um 15-20 gr)
Ólífuolía
Salt og pipar
1 msk Marrokóskt kryddblanda frá Kryddhúsinu
1 krukka af laktósafrír salatostur @arna_mjolkurvorur
Blandið öllu saman í eldfast mót og setjið inn í 200 gráðu heitan ofn í um 25 mínútur
Þessi fiskréttur er í senn ótrúlega auðveldur og svo er hann ótrúlega bragðgóður. Þið getið gert þennan fiskrétt með öðrum hvítum fiski eins og þorskhnökkum.
Mæli með fersku salati, góðum köldum jógúrtsósum og jafnvel chimichurri sósu. Við höfðum einnig ofnbakaða kryddaða kartöflubita með. Máltíð upp á 10.