Hátíðarlax

Þessi jólalaxauppskrift er gerð með granateplafræjum og applesínugljáa og skreytt með granateplafræjum, kryddjurtum og vorlauk. Ég elska fiskinn frá fiskversluninni Hafið og fékk þennan lax þar.

Dásamlega bragðgóð, litrík og hollur hátíðarréttur

  • 800 gr. lax

  • ½ tsk salt

  • ¼ tsk svartur pipar

  • 1 bolli granateplafræ

  • 3-4 msk akasíuhunang

  • 1/2 bolli ferskur appelsínusafi úr um það bil 1-2 appelsínum

  • 1 msk appelsínubörkur, frá 1 appelsínu

  • Smá chiliflögur

  • 2 tsk sinnep

  • 1/2 tsk rósapipar

  • 1/2 tsk fennelfræ

    Til skrauts eftir eldun;

  • Granateplafræ

  • 1/2 búnt steinselja 

  • 1/2 búnt basilíka

  • 2 stilkar vorlaukur

Leiðbeiningar:

1. Forhitið ofninn í 200 gráður. Klæðið stóra bökunarplötu með bökunarpappír.

2. Leggið laxinn með roðhliðina niður á bökunarplötuna. Kryddið með salti og pipar.

3. Bætið granateplafræjum, sinnep, appelsínusafa, appelsínuberki og kryddum í pott við meðalhita og hrærið vel saman

4. Hitið að suðu. Látið síðan malla í um 20 mínútur, hrærið af og til, þar til þetta þykkist.

5. Hellið sósunni yfir laxinn.

6. Settu laxinn í ofninn og bakið í 18-20 mínútur, eða þar til laxinn er tilbúinn.

7. Færið laxinn yfir á disk. Skreytið laxinn með með granateplafræjum, appelsínuberki, gróft söxuðum kryddjurtum, vorlauk, salt og pipar og smá af góðri ólífuolíu ;).

Previous
Previous

Grísk langa

Next
Next

Þorskhnakkar með steinselju- & myntupestó á grænmetisbeði