Skemmtilegur fiskréttur með grænmeti, döðlum og salthnetum
800 gr þorskhnakkar
1 appelsína skorin í grófa bita
5 hvítlauksrif skorin í tvennt
6 matskeiðar salthnetur
4 msk gróft skornar steinlausar döðlur
1 rauð paprika gróft skorin
1 rauðlaukur skorin gróft
1 box steinselja gróft söxuð
Smá mynta gróft söxuð
Olífuolía
Salt og pipar
1 msk Marrokóskt kryddblanda frá kryddhúsinu
1 krukka af laktósalaus salatostur fra Arna
Blandið öllu saman í eldfast mót og setjið inn í 200 gráðu heitan ofn í um 20-25 mínútur
Dásamlegur fiskréttur, verið óhrædd við að blanda meira og öðru grænmeti og finna ykkar uppáhalds fiskrétt. Berið fram með íslensku bankabygg eða nýjum íslenskum kartöflum og fersku salati