Lax með engifer, chili, lime & kóríander marineringu
Ca 900-1000 gr laxaflak
4 cm bútur ferskt engifer
15 gr ferskt kóríander
1/3 rautt chili
1/2 tsk dill
Safi og börkur úr einni sítrónu
Safi og börkur úr einni límónu
2 msk hunang eða önnur sæta
3-4 msk ólífuolía
2 msk tamari sósa
pipar
Setjið allt nema laxinn í góðan blandara eða notið töfrasprota til að blanda marineringunni saman.
Setjið laxinn á álpappír og hellið marineringunni yfir laxinn og lofið að marinerast í 30-60 mínútur.
Grillið svo á heitu grillinu í 15 - 18 mínútur.
Dásamlega djúsi lax.