Heit­ur epla­hleif­ur

  • 2 egg

  • ½ bolli vanillu- og kó­kosjóg­úrt frá Veru Örnu­dótt­ur eða teg­und að eig­in vali

  • ½ bolli mjólk að eig­in vali

  • ⅓ bolli akasí­hun­ang

  • ¼ bolli kó­kosol­ía

  • 1 tsk. vanilla

  • 1 bolli möndl­umjöl

  • 2 boll­ar haframjöl

  • 1 tsk. lyfti­duft

  • ¼ tsk mat­ar­sódi

Aðferð:

  1. Hitið ofn­inn í 180°C hita.

  2. Meðan epl­in og döðlurn­ar eld­ast (sjá upp­skrift fyr­ir neðan) blandið þá öll­um þur­refn­um sam­an í skál og hrærið sam­an.

  3. Bætið næst blautu hrá­efn­un­um við þurru blönd­una og hrærið vel sam­an.

  4. Hellið í brauðform og hellið eplatoppn­um þar ofan á.

  5. Setjið hleif­inn inn í ofn og bakið í um það bil 35-45 mín­út­ur. 

  6. Stingið prjóni inn að miðju til að at­huga hvort að hleif­ur­inn er til­bú­inn.

  7. Þegar prjónn­inn kem­ur hreinn út er hleif­ur­inn klár.

  8. Látið kólna aðeins.

Eplatopp­ur

  • 3 líf­ræn epli, skor­in í litla ten­inga

  • 1 msk. akasíu­hun­ang

  • 10 döðlur, skorn­ar í bita

  • 1 tsk. kanill

Aðferð:

  1. Setjið allt hrá­efnið á pönnu og hitið á miðlungs­hita í um 15 mín­út­ur. 

Previous
Previous

Kanil & engifer bakaðar perur með grískri jógúrt

Next
Next

Naan brauð