Bláberja & granatepla smoothie
1 bolli frosin bláber
1/2 bolli frosin granateplafræ
1/2 frosin banani
3 steinlausar döðlur
2 msk hampfræ
2-3 bollar vatn
2 msk kollagen duft, Feel Iceland
Setjið allt saman í góðan blandara og blandið þar til allt er búið að blandast vel saman
Andoxunar bomba með hampfræjum sem innihalda allar nauðsynlegar amínósýrur og eru einstaklega rík af Omega 3 og 6 fitusýrum. Hampfræ eru góð uppspretta zinks, járns, magnesíums, kalks, B1, B2 og B3 vítamína og phytosterols svo eitthvað sé nefnt.
Hampfræ hafa ótrúlega góð áhrif á húð og hár, enda fituinnihald fræjanna nánast fullkomið og geta þau hjálpað í baráttu við exem og önnur húðvandamál.