Kakó & tahini smoothie
500 ml vatn
1 kúfull matskeið Tahini smjör
2 msk kollagen duft @Feel Iceland
1,5 msk kakónibbur eða gæða kakóduft
1 msk Chia fræ
1 msk hörfræ
1 tsk vanilla
1/2 frosinn banani
1/4 bolli frosið blómkál
2 steinlausar döðlur
Setjið allt saman í góðan blandara og blandið þar til allt er búið að blandast vel saman
Hellið í 2 glös og njótið.
Frábær og saðsamur drykkur með ótrúlega góðri næringu. Tahini er mjög kalkríkt og frábær tilbreyting frá möndlu og hnetusmjöri sem má nota í drykki og eftirrétti sem og dressingar