Bleikur rauðrófudrykkur
Frábær fyrir erfiða æfingu, átök eða bara til að njóta, þessi drykkur er æði.
1 frosinn banani
1 msk hempfræ
1 msk akasíuhunang
3-4 hylki rauðrófuhylki (opnuð og duftið notað)
1 bolli laktósafrí grísk jógúrt frá Örnu
2-3 msk möndlumjólk
Klakar
Setjið í kraftmikinn blandara og blandið þar til Shake-inn er klár
Skreytið glas að innan með smá grískri jógúrt og dufti úr einu rauðrófu hylki og hellið shake ofan í.