Æðislegur shake með grænu tei

  • 1 og 1/2 bolli kælt grænt te (ég hef verið að nota Sencha Mangó sem er æðislegt kalt)

  • 1 bolli frosinn anans

  • 1/3 agúrka

  • 1 pera

  • Safi úr 1/2 sítrónu

  • 3 cm engiferrót

  • 1 msk hörfræ

  • 1 msk hempfræ

  • 1 msk próteinduft

  • 1 bolli klakar

Allt sett í blandara og blandað vel saman. Ég hef drukkið mikið af grænu tei síðustu 10 árin og nota það oft kalt í shake-a. Grænt te er stútfullt andoxunarefnum eins og EGCG (Epigallocatechin Gallete) sem hefur mjög mikið verið rannsakað og er líklega aðalástæðan fyrir því hvað grænt te hefur öflug áhrif á að bæta heilsu okkar.

Í þessum shake er líka fullt af góðum trefjum.

Previous
Previous

Sítrusdrykkur sem er frábær fyrir húðina

Next
Next

Bleikur rauðrófudrykkur