Sítrusdrykkur sem er frábær fyrir húðina
1-2 rauð greip - bara safinn
1/2 sítróna
2 heilar appelsínur - flysjaðar og steinhreinsaðar
1 msk collagen duft
1 bolli klakar
Öllu blandað saman í góðum blandara og hellt í fallegt glas og njótið.
Þessi drykkur er mjög sumarlegur og stútfullur af c-vítamíni og collageni sem eru bæði frábær fyrir húðina.