Túrmerik- & mandarínuskot
6 flysjaðar mandarínur eða 2 flysjaðar appelsínur
1 msk túrmerikduft
4 cm bútur ferskt engifer
1/2 tsk svört piparkorn
1/8 tsk chilli duft
1-2 msk hunang
1 tsk ólífuolía
800 ml vatn
Allt blandað vel saman í blandara. Sumum finnst gott að hella þessu í gegnum sigti og sía hratið frá.
Geymist í ca. viku í ísskáp.
Curcumin er aðal virka efnið í túrmerik. Það hefur öflug bólgueyðandi áhrif og er mjög sterkt andoxunarefni. Það er mun öflugara þegar þú blandar smá af svörtum pipar við.