Appelsínu súkkulaðiskífur með klesstum döðlum & sjávarsalti

Aðeins 4 innihaldsefni

  • Steinlausar döðlur

  • Dökkt gæða súkkulaði

  • Appelsínu Börkur af lífrænni appelsínu

  • Sjávarsalt

Notið bökunnarpappír til að klessa döðlurnar á milli með glasi.

Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði. Takið bökunnarpappír og setjið á bretti eða disk sem passar í frysti eða kælinn. Gerið súkkulaði skífu með matskeið af súkkulaði á bökunnarpappírinn og setjið svo eina klessta döðlu á hvern súkkulaði hring.

Þrífið appelsínuna og rífið börkinn yfir og stráið smá sjávarsalti yfir. Kælið í frysti eða kæli og lofið að kólna algjörlega.

Previous
Previous

Apríkósu & chia orku molar með hvítu súkkulaði

Next
Next

Orkukúlur ~ maísköku trufflur