Orkukúlur ~ maísköku trufflur

  • 6 mais/rískökur

  • 1 banani

  • 10 döðlur, steinlausar

  • 1/3 bolli hnetusmjör

  • 1 msk kollagen duft @feel Iceland

  • 50g brætt dökkt súkkulaði, til að dýfa kúlunum í

    Setjið mais/ rískökurnar, banana, döðlur og hnetusmjör í matvinnsluvél. Blandið öllu vel saman. Notaðu hendurnar til að gera litlar kúlur úr deiginu. Settu kúlurnar í frysti í um 15 mínútur. Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði á meðan. Takið kúlurnar úr frystinum og dýfið hverri í bráðið súkkulaðið. Kælið aftur og geymið í frysti og gæðið ykkur á kúlunum þegar ykkur langar í eitthvað sætt og gott.

Previous
Previous

Appelsínu súkkulaðiskífur með klesstum döðlum & sjávarsalti

Next
Next

Matcha & kollagen bitar