Apríkósu & chia orku molar með hvítu súkkulaði
1 bolli döðlur, steinlausar
1 bolli þurrkaðar apríkósur
2 msk chiafræ
¼ tsk kanill
1/3 bolli hampfræ
1/3 bolli graskersfræ
1/3 bolli hvítt súkkulaði + smá auka til að bræða yfir í lokin
Setjið döðlur, apríkósur, chiafræ, kanil og hempftæ í matvinnsluvél og blandið þar til allt er vel blandað saman og úr er orðið nokkurskonar deig.
Setjið næst graskersfræin og hvítu súkkulaðibitana út í og kveikjið a i smá stund.
Takið deigið og þrýstið á bökunnarpappírsklæddan bakka. Bræðið smá auka hvítt súkkulaði og dreifið yfir allt saman. Frystið í 1-2 klukkustundir og skerið svo í stangir eða litla mola.