Auðveld twix stykki
1. Lagið ~kex:
4 bollar möndlumjöl
1/4 bolli kókosolía - brædd
2 msk Kollagen duft (valfrjálst)
1/2-3/4 bolli hlynsíróp eða önnur sæta
Smá salt
Blandið vel saman í skál eða matvinnsluvél.
Setjið bökunnarpappír í form sem passar í frysti og þjappið “deiginu” vel ofaní. Frystið meðan þið gerið karamelluna
2. Lagið ~Karamella:
⅓ bolli hlynsíróp eða önnur sæta
2 msk kókosolía - brædd
½ bolli möndlusmjör
1 tsk vanilla
Smá salt
Blandið öllu vel saman í skál eða matvinnsluvél.
Takið formið með kexlaginu út úr frysti og setjið karamelluna ofaná dreifið vel úr henni.
3. Lagið ~Súkkulaðið:
120 gr dökkt gæða súkkulaði
1 msk kókosolía - brædd
Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði og hellið yfir karamelluna. Frystið í nokkra klukkutíma.
Takið út úr frysti og skerið í hæfilega bita. Geymið í lokuðu íláti inni í frysti og nælið ykkur í bita og bita.
Ekkert eðlilega góð “twix” stykki.