Prótein fylltar döðlur
10-12 stórar medjool döðlur, steinlausar
4 msk brædd kókosolía
3 msk Möndlumjöl
3 msk Kókosmjöl
1 msk möndlusmjör
1 msk kollagen duft
1 -2 msk prótein duft (notaði með súkkulaði bragði)
Öllu nema döðlunum hrært saman í skál og svo er fyllingin sett inn í döðlurnar. Ég toppaði svo með smá bræddu súkkulaði og frysti.