Mojitokaka
Botn:
1 bolli rifinn kókos
1 og 1/2 bolli ristaðar möndlur eða kasjúhnetur
2 og 1/2 - 3 bollar steinlausar döðlur
Cayenne pipar á hnífsoddi
1/4 tsk salt
Allt sett saman í matvinnsluvél og blandað vel saman, setjið svo í kökuform og þrýstið deiginu jafnt niður. (Ég nota gjarnan sílíkonform).
Geymið inni í frysti meðan “kremið” er gert
Krem:
2 avókadó
1/2 bolli hunang eða hlynsíróp
1/3 bolli nýkreistur limesafi
Nokkur blöð af ferskri myntu, söxuð gróft
Setjið allt í matvinnsluvélina og hellið síðan ofan á botninn, frystið í að minnsta kosti 2 klukkustundir eða þar til kakan er alveg frosin.