Bleikir nammi molar

  • 4 bollar kokosmjöl

  • 1 bolli möndlumjöl

  • 2 msk kollagen duft @feeliceland (valfrjálst)

  • 1/3 bolli fljótandi kókosolía

  • 1/3-1/2 bolli Akasíu hunang eða önnur fljótandi sæta

  • 1 tsk vanilla

  • 5-6 hylki af rauðrófudufti (opnið hylkin og notið duftið úr belgjunum

  • Smá salt

    Öll hráefnin sett í skál og hrærð vel saman, má líka nota matvinnsluvél og blandað vel saman.

    Setjið deigið á bökunnarpappírs klæddan platta/bretti sem passar í frysti og aðra örk af bökunnarpappír ofaná deigið og fletjið vel út. Frystið og skerið svo í lita bita og geymið þannig í lokuðu frysti. Má gjarnan bræða hvítt súkkulaði og dreifa yfir bitana.

    Það er líka voðalega fallegt að búa til litlar kúlur og velta upp úr kókosmjöli, setjið í box og geyma þannig í frysti.

Previous
Previous

Döðlu & granóla börkur

Next
Next

Mús­líbit­arnir mínir