Döðlu & granóla börkur

  • 12 stykki medaljoon döðlur, steinlausar

  • 100-150 gr gæða dökkt súkkulaði ( ég notaði @omnomchocolate )

  • nokkrar pekanhnetur

  • 1/2 bolli gott granóla (eg var að prófa nýja bláberja frá @braudogco og er það algjör draumur)

  • 2 msk hempfræ

  • 1 msk mórber (má sleppa)

    Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði.
    Opnið döðlurnar takið steinni úr og setjið þær á grúfu á bökunnarpappír sem þið setjið á bakka eða disk sem passar í frysti.
    Brjótið pekanhneturnar yfir döðlurnar.
    Hellið bræddu súkkulaðinu yfir og smyrjið jafnt yfir.
    Dreifið granóla, hempfræjum og mórberjum yfir allt og frystið.

Previous
Previous

Piparmyntu & brownie stangir/ bitar

Next
Next

Bleikir nammi molar