Múslíbitarnir mínir
1 ½ bolli hafrar
½ bolli þurrkuð trönuber, rúsínur eða aðrir þurrkaðir ávextir
½ bolli graskersfræ
¼ bolli möluð hörfræ
1 msk. chiafræ
1 msk. hampfræ
1 msk. Collagen duft @feeliceland (valfrjálst)
1 tsk. kanill
½ tsk. lyftiduft
¼ tsk. salt
1 stór stappaður banani
3 msk. brædd kókosolía eða smjör
3 msk. akasíu hunang/síróp, hunang eða önnur fljótandi sæta
2 msk. möndlumjólk eða önnur mjólk að eigin vali
Aðferð:
Hitið ofninn í 180°C hita.
Byrjið á því að stappa bananann og hræra saman í skál, stappaða banananum vel við öll blautu hráefnin.
Blandið svo næst öllum þurrefnum saman við blautu blönduna.
Setjið bökunarpappír á bökunarplötu og takið eins og eina matskeið af deiginu og gerið litlar vörðu.
Bakið í 15-18 mínútur, eða þar til kökurnar eru orðnar létt gylltar í kringum brúnirnar.
Þið getið skellt þessum múslíbitum í hátíðarbúning með því að bræða súkkulaði og dreifa því yfir bökuðu bitana.
Snilldar morgunverður með kaffi- eða tebollanum.