Mús­líbit­arnir mínir

  • 1 ½ bolli hafr­ar

  • ½ bolli þurrkuð trönu­ber, rús­ín­ur eða aðrir þurrkaðir ávext­ir

  • ½ bolli graskers­fræ

  • ¼ bolli möluð hör­fræ

  • 1 msk. chia­fræ

  • 1 msk. hamp­fræ

  • 1 msk. Collagen duft @feeliceland (valfrjálst)

  • 1 tsk. kanill

  • ½ tsk. lyfti­duft

  • ¼ tsk. salt

  • 1 stór stappaður ban­ani

  • 3 msk. brædd kó­kosol­ía eða smjör

  • 3 msk. akas­íu hun­ang/​síróp, hun­ang eða önn­ur fljót­andi sæta

  • 2 msk. möndl­umjólk eða önn­ur mjólk að eig­in vali

    Aðferð:

    Hitið ofn­inn í 180°C hita.
    Byrjið á því að stappa ban­an­ann og hræra sam­an í skál, stappaða ban­an­an­um vel við öll blautu hrá­efn­in.
    Blandið svo næst öll­um þur­refn­um sam­an við blautu blönd­una.
    Setjið bök­un­ar­papp­ír á bök­un­ar­plötu og takið eins og eina mat­skeið af deig­inu og gerið litl­ar vörðu.
    Bakið í 15-18 mín­út­ur, eða þar til kök­urn­ar eru orðnar létt gyllt­ar í kring­um brún­irn­ar.
    Þið getið skellt þess­um múslíbit­um í hátíðarbún­ing með því að bræða súkkulaði og dreifa því yfir bökuðu bit­ana.
    Snilld­ar morg­un­verður með kaffi- eða te­boll­an­um.

Previous
Previous

Bleikir nammi molar

Next
Next

Kókoskúlur