Brownie bitar

  • 1 1/2 bolli döðlur

  • 1 1/2 bolli valhnetur

  • 2,5 msk kakóduft

  • 1 tsk vanilla

  • smá salt

  • 1 msk kollagen feel Iceland ( má sleppa )

Blandaðu öllu hráefninu saman í matvinnsluvél og kvektu á henni og lofaðu öllu að blandast vel saman eða þar til þetta er orðið vel klístrað saman.

Setjið deigið á bökunnarpappír og annan pappír ofaná - pressið niður, takið efri bökunnarpappírinn af og stráið smá auka kakódufti ofaná.  Frystið í um 2 klukkutíma ~skerið í bita og njótið.  Geymið í lokuðu boxi í frysti og nælið ykkur i bita og bita þegar ykkur langar i góða næringarríka mola 🤎

Previous
Previous

Sítrónu orkukúlur

Next
Next

Prótein fylltar döðlur