Sítrónu orkukúlur

  • 1,5 bollar kasjúhnetur

  • 1 bolli kókosmjöl

  • 1/2 bolli steinlausar döðlur

  • Börkur og safi úr einni sítrónu (um það bil 3 msk safi)

  • 2 msk akasíuhunang

  • 1 msk brædd kókosolía

Setjið allt í matvinnsluvél og blandið þar til deigið er alveg blandað saman og smá klístrað

Búið til kúlur og veltið upp úr kókosmjöli setjið í box og frystið.

Kúlurnar geymast í um það bil 2 mánuði í lokuðu boxi í frysti

Previous
Previous

Kókoskúlur

Next
Next

Brownie bitar