Piparmyntu & brownie stangir/ bitar

Dásamlegar og jólalegar piparmyntu stangir/ bitar.

Súkkulaði brownie botn:

  • 16 -20 döðlur, steinlausar frá MUNA

  • 1 ⅓ bolli valhnetur frá MUNA

  • ⅔ bolli kókosmjöl frá MUNA

  • 1 msk af kakódufti

  • smá sjávarsalt

miðjan :

  • 1½ bolli kasjúhnetur (látið þær liggja i heitu vatni í um 30 mín. og hellið vatninu svo af)

  • ½ bolli kókosmjólk

  • ¼ bolli akasíuhunang frá MUNA

  • nokkrir piparmyntudropar ég notaði um 4 (smakkið ykkur bara til)

  • ¼ tsk sjávarsalt

Toppur:

  • 150 gr gæða dökkt súkkulaði

  • 1 msk kókosolía frá MUNA

  • 2 Muldir piparmyntu jólastafir

Búið til súkkulaði brownie botn:: Setjið allt í matvinnsluvél. Púlsaðu þar til blandan festist saman er vel klesst, gætir þurft 1-2 msk af vati. Taktu til formkökuform gott að setja bökunnarpappír ofaní til að auðvelda að losa stykkið frá eftir frystingu. Þrýstu blöndunni í formið og þjappaðu vel niður.   

Búðu til piparmyntulagið: Helltu vatninu af kasjúhnetunum og settu allt i kraftmikinn blandra. Blandið þar til þetta er orðið silkimjúkt. Hellið á súkkulaði brownie botninn og dreifið jafnt yfir.

Toppur: bræðið súkkulaði og kókosolíu saman og hellið yfir lag númer 2 og stráið muldu piparmyntu jólastöfunum yfir.  Setjið í frysti og frystið í minnst 4 klukkustundir eða yfir nótt.

Mér finnst gott að skera frysta klumpinn í fallegar sneiðar og geyma þær þannig í frysti og bera svo fram sneið/ sneiðar og frysta rest.  Þetta nammi þarf að borðast meðan það er frosið eða kalt.  Geymist ekki lengi við stofuhita.  Hefur reyndar alltaf klárast hjá mér svo ég hef enn ekki smakkað þetta þannig.  En dásamlegar og hátíðlegar nammi stangir eða bitar ef þú vilt minni bita.

Svo ljúffengt og fullkomlega hátíðlegt fyrir alla til að eiga í frysti og bjóða upp á.

Previous
Previous

Próteinríkir "Bounty bitar "

Next
Next

Döðlu & granóla börkur