Kókoskúlur

  • 30 döðlur, steinlausar

  • 1 bolli kókos + smá meira til að rúlla kúlunum upp úr

  • 1/4 bolli kakóduft

  • 1/2 bolli hampfræ

  • 1 msk kollagen duft fyrir aukið prótein (valfrjálst)

  • 1-2 msk vatn

    Öllu blandað vel saman í matvinnsluvél þangað til allt er vel blandað saman og úr er orðið nokkurskonar deig- rúllið upp litlum kúlum og veltið upp úr kókosmjöli.

    Setjið í box og geymið inni í frysti - fràbærar kúlur sem innihalda prótein, trefjar og góðar fitusýrur og eru því frábær kostur sem litlar eftirréttarkúlur eða sem lítill orkubiti.


Döðlur eru ríkar af trefjum og innihalda; kalíum, magnesíum, kopar, mangan, járn, B6 vítamín
Einnig innihalda döðlur andoxunarefni eins og flavonoids, karótenóíða og fenólsýru.

Previous
Previous

Mús­líbit­arnir mínir

Next
Next

Sítrónu orkukúlur