Kókosnammi með hvítu sítrónusúkkulaði

  • 1 1/2 bolli steinlausar döðlur

  • 1 1/4 bolli valhnetur

  • 3 msk kakóduft

  • 3 msk hlynsíróp

  • 1 bolli kókosmjöl

  • 1 msk fljótandi kókosolía

  • 2 msk heitt vatn (ef þarf)

  • 1/2 msk vanilla

  • 1/4 tsk salt

  • 50 gr hvítt sítrónusúkkulaði frá Anglamark

    Öllu nema hvíta súkkulaðinu blandað vel í matvinnsluvél þangað til þetta er orðin fínn massi, saxið hvíta súkkulaðið í litla bita og blandið vel saman.

    Gerið litlar kúlur eða skella öllu á bökunnarpappír á disk og þrýsta niður í ca 2 cm þykka köku og frysta. Taka út úr frysti eftir ca 2 tíma og skera í litla bita.

Previous
Previous

Próteinríkt súkkulaðijógúrt nammi

Next
Next

“Snickers” bitar