“Snickers” bitar

  • 250 gr steinlausar döðlur ( látið liggja í bleyti í 15-20 min )

  • 250 gr kasjúhnetur

  • 5 msk hnetusmjör

  • 3 msk kakóduft

  • 2 msk hlynsíróp

  • 1 tsk vanilludropar

  • 1/4 tsk salt

    Öllu blandað saman í matvinnsluvél.
    Svo þjappa ég deiginu á bökunarpappír á disk og set í frysti í nokkra klukkustundir.

    50 gr. karamellusúkkulaði brætt yfir vatnsbaði og dreift yfir kökuna.

    Skorið í litla hæfilega munnbita.
    Geymist í frysti í 2-3 mánuði (hef reyndar ekki reynslu af því þar sem þessir klárast mjög fljótt).

Previous
Previous

Kókosnammi með hvítu sítrónusúkkulaði

Next
Next

Hollustunammi