Próteinríkt súkkulaðijógúrt nammi
Þetta er svo mikil snilld að eiga í frysti og næla sér í bita og bita, súper auðvelt & fljótlegt að gera.
1 bolli (laktósalaus) grísk jógúrt
2 - 3 matskeiðar ósykrað kakóduft
1 matskeið hlynsýróp, hunang eða nokkrir dropar af stevíu
1 tsk vanilla
Hrærið vel saman í skál og fletjið svo út á bökunnarpappír sem er á platta eða bretti sem passar inn í frysti - toppaðu með því sem hugurinn girnist. Hér toppaði ég með pekanhnetum, þurrkuðum trönuberjum og ristuðum kókosflögum sem passar einstaklega vel saman.
Frystið í nokkrar klukkustundir eða yfir nótt.
Mæli með að prófa - þið munið líklega gera þessa uppskrift aftur og aftur.