Kramdir bananabitar með grískri jógúrt

  • 1 banani

  • 1/2 dós af laktósalausri grískri jógúst með jarðarberjum og vanillu

  • 40 gr dökkt súkkulaði

  • 2 msk hampfræ

Bræðið súkkulaði yfir vatnsbaði.

Skerið bananann í sneiðar og setjið á bökunnarpappír. Takið glas og kremjið banana bitana örlítið niður, svo sneiðarnar fletjist út.

Smyrjið grísku jógúrtinni á allar bananasneiðarnar. Takið brædda súkkulaðið og dreifið yfir allar sneiðarnar og setjið smá af hempfræjum yfir.

Setjið inn í frysti í allt að 2 tíma. Dásamlega hollir og góðir nammibitar til að eiga inn í frysti.

Previous
Previous

Karamellu “konfektmolar”

Next
Next

Próteinríkt súkkulaðijógúrt nammi