Matcha & collagen bitar

  • 3 bollar kókosmjöl

  • 1 bolli möndlumjöl

  • 1-2 msk Feel Iceland kollagen duft

  • 1/3 bolli fljótandi kókosolía

  • 1/3-1/2 bolli fljótandi sæta t.d. Akasíu hunang eða hlynsýróp

  • 1/2 -1 tsk Gæða Matcha duft

  • 1 tsk vanilla

  • Smá salt

Allt sett saman í skál og hrært vel saman, má líka nota matvinnsluvél og blandað þar vel saman.

Búið til litlar kúlur og veltið upp úr kókosmjöli, setjið í box og geymið í frysti.

Má líka einfalda og þjappa deiginu á bökunnarpappír og frysta, skera svo í lita bita og eiga þannig í frysti.

Þegar mig langar að gera bitana extra fallega þá bræði ég hvítt súkkulaði og dreifi smá yfir áður en ég frysti.

Previous
Previous

Orkukúlur ~ maísköku trufflur

Next
Next

Granola stykki