Próteinríkir "Bounty bitar "

Frábærir, auðveldir & hollir nammi bitar sem fullnægja algjörlega nammi þörfinni á þessu heimili.

Gott að eiga í frysti og næla sér stökum sinnum í eða bjóða vinum upp á.

  • 1 bolli laktósafrí grísk jógúrt frá Arna

  • 1/4 bolli akasíu hunang frá Muna

  • 1 tsk vanilla

  • 1 1/4 bolli kókosmjöl frá Muna

  • 1-2 msk kollagen duft frá Feel Iceland

  • 100 gr dökkt súkkulaði + 1 tsk kókosolía

1. Hrærið saman grísku jógúrtina, hunangið, vanillu og kollagen vel saman.

2. Bætið kókosmjölinu út í og ​​blandið saman, ef ykkur finnst of þunnt bætið þá örlítið meira af kókosmjöli.

3. Dreifðu úr blöndunni á bökunnarpappír og frystu í nokkra klukkutíma. Þegar þetta er alveg frosið, skerið í litla bita.

4. Bræðið súkkulaðið og kókosolíuna saman.

5.Hjúpaðu annaðhvort hvern bita eða dreifðu súkkulaðinu yfir molana.  Mér finnst fallegt að setja örlítið af auka kókos eða salt ofaná súkkulaðið.

6. Frystið aftur þar til súkkulaðið harðnar. Geymið í frysti.

Previous
Previous

Superfood Brownie bitar

Next
Next

Piparmyntu & brownie stangir/ bitar