Súkkulaði & hnetusmjörs bitar
Ljúffengir og í hollari kantinum súkkulaði & hnetusmjörs bitar. Frábærir og svo góðir bitar sem millimál eða eftirréttur þegar þig langar í eitthvað smá sætt
3/4 bolli hnetusmjör @muna_himneskhollusta
1/3 bolli akasíu hunang @muna_himneskhollusta
1 1/2 bollar grófir hafrar @muna_himneskhollusta
1 bolli gæða súkkulaði @omnomchocolate
1 msk kókosolía
gróft sjávarsalt (má sleppa )
Byrjið á að blanda hnetusmjöri og akasíuhunang vel saman i matvinnsluvél, því næst setjið þið hafrana og blandið vel saman.
Setjið í fat/brauðform með bökunnarpappir í, þjappið deiginu vel niður með höndunum.
Bræðið súkkulaðið og kókosolíuna yfir vatnsbaði, hellið því yfir hnetusmjörs botninn. Stráið ef til vill smá salt flögum yfir súkkulaðið og geymið í frysti í 2-3 tíma. Skerið svo í litla bita og nælið ykkur í bita þegar ykkur langar í eitthvað gómsætt.