Valhnetusúkkulaðistykki
Æðisleg uppskrift til að geyma og gera aftur og aftur.
Þessi stykki eru eingöngu búin til úr valhnetum, möndlum, döðlum, möndlusmjöri, akasíuhunangi, súkkulaði og lakkríssalti - svo auðvelt að gera og eiga inni í frysti.
2 bollar steinlausar döðlur
1/2 bolli valhnetur
1/2 bolli möndlur
3 msk möndlusmjör
1 msk akasíuhunang
Öllu blandað saman í matvinnsluvél þar til þetta er orðin góður massi. Setjið “deigið” í brauðform sem er klætt með bökunnarpappír.
Bræðið því næst súkkulaðið yfir vatnsbaði og hellið yfir “deigið”.
Stráið smá lakkríssalti eða góðu sjávarsalti yfir súkkulaðið og frystið.