Gulrótarköku orkubitar/boltar

  • 1 bolli gulrætur, rifnar á rifjárni, eða matvinnsluvél

  • 1 bolli haframjöl

  • ½ bolli  valhnetur

  • ¼ bolli kasjúhnetur (eða möndlur eða sólblómafræ)

  • 20 döðlur steinlausar

  • 6 þurrkaðar apríkósur

  • 2 msk hörfræ eða chiafræ

  • 1 tsk vanilla

  • 1-2 tsk kanill duft

  • 1 tsk appelsínubörkur

  • 1-3 msk appelsínusafi nýkreistur

  • 1 msk kollagen duft @Feel Iceland

  • 1/4 bolli kókosmjöl til að rúlla kúlunum upp úr eða strá yfir bitana (valfrjálst)

Rífið gulræturnar í matvinnsluvélinni og takið til hliðar þar til síðast. Setjið haframjölið, valhnetur, kasjúhnetur, döðlur, apríkósur, hörfræ, vanillu, kanil, kollagen, appelsínubörk og 1 msk appelsínusafa í matvinnsluvélina. Kveikið á vélinni og blandið vel saman. Ef deigið klístrast ekki nóg saman skaltu bæta við 1-2 matskeiðum appelsínusafa til viðbótar til að binda það vel saman. Að lokum er gulrótunum bætt aftur í matvinnsluvélina og hrært nokkrum sinnum til að blanda saman við.

Dreifið úr deiginu á bökunnarpappírsklæddan disk eða bretti sem kemst í frysti.  Stráðu jafnvel kókosmjöli og rífðu smá appelsínubörk yfir.  Skerðu í hæfilega stóra eða litla bita og frystu í nokkra klukkustundir. Þegar bitarnir eru frosnir getur þú sett þá í lokað box og geymt í frysti og nælt þér í bita þegar þig langar í gulrótar orkubita eða kúlu

Líka voða fallegt að rúlla deiginu upp í litlar kúlur og velta þeim upp úr kókosmjöli og geyma þannig í boxi inni í frysti.

Previous
Previous

Súkkulaði hjörtu með ristuðum möndlum & granateplafræjum

Next
Next

Trefjaríkar jarðaberjaískökur með hvítu súkkulaði