Kasjúhnetu- & basilíkupestó
1 bolli fersk basilíka
1 bolli klettasalat
1 hvítlauksrif
1/4 bolli kasjúhnetur, létt ristaðar
1 msk hampfræ
Safi úr 1 sítrónu og smá af berkinum
1/2 tsk salt
1/4 - 1/3 bolli góð ólífuolía
1/2 bolli rifinn parmesan
Smá svartur pipar
Basilíku, klettasalati, hvítlauk, kasjúhnetum, sítrónusafa og berki ásamt salti & pipar sett í matvinnsluvél og blandað saman. Hellið svo ólífuolíunni hægt út í. Þegar allt er blandað saman setjið í krukku eða skál og hrærið parmesan ostinum út í.
Pestóið geymist í lokuðu íláti í ísskáp í um viku.