Ljúffeng & rjómakennd avókadópastasósa

  • 2 lítil avókadó eða 1 stórt avókadó

  • 1 lúka fersk basilíkublöð

  • 1/2 sítróna, safi og börkur

  • 1 hvítlauksrif

  • 1 matskeið næringarger (nutritional yeast). Má líka nota ferskan parmesan í stað næringargers

  • 3 msk pistasíur

  • 1-2 msk góð ólífuolía

  • 1/2 tsk salt

  • 1/4 tsk pipar

Öll blandað saman með töfrasprota.

Ég nota þessa sósu mjög oft með kúrbíts “núðlum”

Þá sker ég kúrbítinn eins og spaghettí í “spaghettí” vélinni minni, en þessi sósa er líka frábær með öllu því pasta sem þið elskið og frábært að rífa extra parmesanost yfir allt saman og njóta.

Previous
Previous

Kasjúhnetu- & basilíkupestó

Next
Next

Basilíku- & kóríanderpestó