Dásamlegur Hummus
600 gr / 2 krukkur kjúklingabaunir, notið vökva úr annarri krukkunni
2 msk tahini (sesam smjör) eða 3 msk sesamfræ
2 msk góð ólífuolía
safi úr ½ sítrónu
1 hvítlauksrif, afhýtt
1 tsk malað cumin
½ tsk salt
Setjið allt saman í Vitamix í þeirri röð sem skráð er í uppskriftinni og festið lokið.
Kveiktu á blandaranum á lægsta hraða, auktu síðan fljótlega upp í hæsta hraðann. Blandið saman í 1 mínútu, notaðu “tamperinn” til að þrýsta öllu vel í átt að hnífunum. Kryddið eftir smekk með salti ef þér finnst það þurfa.
Þessi uppskrift er alveg hreint dasamleg og auðveld og mun ódýrari en að kaupa tilbúinn hummus út í buð. Það er svo ekkert mál að bæta eins og sólþurrkuðum tómötum, rauðrófu eða karrý og breyta bragðinu.
Hummus er frábær sem næringarríkt álegg, sem ídýfa með fersku grænmeti og kexi eða út á salatskálina