Basilíku- & kóríanderpestó

  • 1 bolli af ferskri basilíku (20 gr)

  • 1/2 bolli af fersku kóríander (10 gr)

  • 1/2 bolli fersk steinselja (10 gr)

  • 1 bolli spínat

  • 1 hvítlauksrif

  • 1/4 bolli ristaðar furuhnetur

  • 2 msk sítrónusafi

  • 2 steinlausar döðlur

  • Salt & pipar eftir smekk

  • 1/4- 1/3 bolli ólifuolía

  • 4 msk rifinn parmesan (má skipta út fyrir næringarger til að gera uppskriftina vegan)

Allt nema ólífuolía og parmesan (næringargeri) sett í matvinnsluvél og blandað vel saman. Ólífuolíunni er því næst hellt í hægri bunu meðan vélin er enn í gangi. Þegar því er lokið er parmesaninum (næringargerinu) hrært út í.

Previous
Previous

Ljúffeng & rjómakennd avókadópastasósa

Next
Next

Kryddað rautt pestó