Sumarsalat með grilluðum maís, gulrótum & avókadó
7 gulrætur hreinsaðar og skornar í grófa bita
Ólífuolía
1 msk Miðausturlanda kryddblandan frá Kryddhúsinu
Salt & pipar
1 maísstöngull
1/4 rauðkál, þunnt skorið
1 avókadó, skorið í litla bita
1/2 Asískt bay leaf salat box frá Vaxa (eða annað fallegt salat)
Kóríander, saxað gróft
1/2 límóna, skorin í báta
Sprettur sem skraut
Góð sítrónuolía
Hitið ofninn í 190 gráður. Setjið gulrótarbitana á bökunarpappír á bökunarplötu og setjið skvettu af ólífuoliu og kryddblönduna ásamt salt og pipar yfir. Bakið í 25-30 mín. Setjið maísstöngulinn inn í ofn með smá ólífuolíu og bakið í ca 20 mín.
Setjið salatblönduna, kóríander og rauðkálið á disk, setjið því næst bökuðu gulræturnar og maísinn (skorinn) yfir salatið. Stráið avókadóbitum og límónubátunum yfir og skreytið með sprettum og stráið sítrónuolíu yfir allt saman í lokin.