Grillaður kúrbítur með hvítlauksolíu & ristuðum heslihnetum

  • 1 stk kúrbítur

  • 1 msk hvítlauksolía

  • Smá salt & pipar

  • Parmesanostur að vild

  • 3 msk heslihnetur (ristaðar í ofni í ca 5 mín.)

  • 2 msk sítrónuolía eða góð ólífuolía

Hitið ofninn í 190 gráður eða hitið útigrillið vel.

Sneiðið kúrbítinn langsum í þunnar sneiðar (mér finnst gott að nota mandolín eða jafnvel ostaskera) Penslið hvítlauksolíunni á sneiðarnar og setjið smá salt og pipar á sneiðarnar.

Bakið í ofni eða á útigrillinu þangað til kúrbíturinn er orðinn fallega gylltur. Setjið á fallegan disk og raðið grilluðu sneiðunum þar á, skerið parmesanostsneiðar með ostaskera yfir og hellið smá sítrónuolíu/ólífuolíu yfir og skreytið með smá sprettum eða klettasalati.

Previous
Previous

Ferskt og gott tómatasalat

Next
Next

Sumarsalat með grilluðum maís, gulrótum & avókadó