Ofnbakaðar rauðrófur með salatosti, appelsínu berki & pistasíum

Ofnbakaðar rauðrófur með salatosti, appelsínuberki, söltum pistasíum, svörtum pipar og sítrónuolíu ofan á salat beði 🍋- ótrúlega einfalt og braðgott salat .

  • Handfylli af blönduðu fersku salati

  • 2 ferskar rauðrófur, skornar í litla teninga

  • 2 msk ólífuolía

  • 1/2 msk fennelfræ

  • Salt & pipar til að nota á rauðrófurnar

  • 1/2 bolli salatostur í kryddolíu frá Arna

  • 1/3 bolli saxaðar saltar pistasíur

  • Rifin börkur af einni lífrænni appelsínu

  • Skvetta af góðri sítrónuolíu

  • Smá af salti og svörtum pipar yfir allt salatið

    Setjið rauðrófuteningana á bökunarpappír á ofnplötu. Setjið ólífuolíu, salt, pipar og fennelfræ yfir, blandið vel, setjið svo inn i 200 gráðu heitan ofn í ca 20 min eða þar rauðrófurnar virka vel grillaðar. Fjarlægið þær úr ofninum og lofið þeim aðeins að kólna og setjið svo saman salatið.
    Setjið blandað ferskt salat á disk, því næst rauðrófurnar, salatostinn og pistasíurnar. Rífið börkinn af einni appelsínu, skvettið smá sítrónuolíu yfir og saltið og piprið eftir smekk.

Previous
Previous

Grænt gyðjusalat

Next
Next

Ensímríkt salat